Umferðar-Ráð.

Nú langar mig að biðja ykkur sem akið bíl að hafa eftirfarandi í huga:

  1. Mótorhjól í umferðinni eru yfirleitt nær ykkur en virkar í fyrstu.
  2. Það er þó nokkuð um að mótorhjól séu í umferðinni og gerið því ráð fyrir þeim með því til dæmis að líta aftur til beggja hliða á gatnamótum þegar þið sjáið lítinn ljósageisla.
  3. Mótorhjól eiga sama rétt og bílar í umferðinni.
  4. Þrátt fyrir að ökumenn bíla geti ef til vill sagt “ég er í rétti og ætla því ekki að láta þennan bílstjóra svína fyrir mig” getur ökumaður mótorhjóls ekki leyft sér slíkt því líklega myndi það verða það síðasta sem hann leyfði sér.
  5. Það er u.þ.b. fjórum sinnum hættulegra að aka um á mótorhjóli heldur en á bíl.
  6. Fæstir sem keyra mótorhjól eru brjálaðir unglingar með spennufíkn.
  7. Innan skamms verður að öðru leyti skynsöm, góð 34 ára móðir í umferðinni á mótorhjóli. 

Ykkar einlæga,

Margrét


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vaff

Já ég er að taka mótorhjólaprófið, og já það er ofurkúl og takk.

Vaff, 28.8.2007 kl. 18:50

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Iss það er ekkert!!!

Ég varð pabbi aftur í gær og ÞAÐ ER KÚL!!!  Eitthvað sem þið stúlkurnar getið nú ekki leikið eftir, kannski síðasti stallurinn sem karlrembingarnir eiga eftir :)

Myndir af skvísunni hérna:  http://picasaweb.google.com/baddiblue/StLkaBaldvinsdTtirFIngardeildinni

Mundu Magga, líttu þrisvar - þeir sjá þig ekki

Baldvin Jónsson, 31.8.2007 kl. 00:15

3 Smámynd: Vaff

Til hamingju kæri Baldur. Já þetta er rétt, það er miklu merkilegra. Eiginlega mest merkilegt af öllu.

Vaff, 31.8.2007 kl. 10:47

4 identicon

Já það er cool að vera með mótorhjólapróf, er einmittt með eitt slíkt en vantar bara hjólið. hey kannski förum við bara á rúntinn í náinni framtíð

eva (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband