Ég hef hugsað um þetta síðustu daga og hef ákveðið að koma hreint fram. Já það var ég sem hringdi í Biskup og kvartaði yfir nýju Síma auglýsingunni. En ef ég hef örugglega ekki verið ein um það, enda er auglýsingin þannig að hún gengur fram af öllu siðmenntuðu fólki.
Það fékk verulega á mig að sjá þessa auglýsingu, og ég hef eiginlega ekki jafnað mig síðan. Ég hef til að mynda átt erfitt með svefn. Ég fór í búðina í gær að kaupa mjólk og áður en ég vissi af var ég farin að gráta á kassanum, bara við það eitt að hugsa um þetta ljóta mál.
Ég skal fúslega viðurkenna að ég fer ofur sjaldan í kirkju sjálf. Samt sem áður hefur Síðasta kvöldmáltíðin alltaf skipað mikilvægu hlutverki í lífi mínu, og hún er síður en svo eitthvað sem á að gera gys að.
Nú segja sumir að sjálfur höfundur auglýsingarinnar Jón Gnarr sé sannkristinn. Ég á nú ansi bágt með að trúa því. Enda er hann í raun bara grínkall. Grínkall sem gerir grín af öllu. Er hann ekki bara að gera grín af Guði með því að segjast vera kristinn? Ég veit það ekki, en það virkar þannig á mig.
Þegar ég hringdi í Biskup og kvartaði yfir þessu leiðindarmáli var ég ekki eingöngu að hugsa um mig. Því við verðum alltaf að hugsa um þá sem ekki geta hugsað um sig sjálfir. Hvað með börnin? Gamla fólkið? Fatlaða? Fátæka? Landsbyggðarfólkið? Hvers á það að gjalda?
Nú er ég aftur farin að gráta.
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hihihihihihihi,,,,,, ég get nú ekki annað en hlegið , grín er partur af lífinu, ef við gætum ekki hlegið þá værum við komin til heljar. Grín er jákvætt og er ég viss um að hann Guð okkar allra væri nákvæmlega sama þó þessi auglýsing hefði verið gerð því hún er bara sniðug. það er nú meiri helgislepjan í fólki ef ekki má hlæja eða grínast, nálgast ofsatrúaða múslima finnst mér.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 09:51
ohhh, nú er ég líka farinn að gráta
Græt af hlátri .....
"er búið að segja gjöriði svo vel?" ROFL
Baldvin Jónsson, 6.9.2007 kl. 15:22
Greyið landsbyggðarfólkið. Eins gott þú hringdir.
Bergþóra (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 13:21
Já, stundum mætti nú halda að ég sé eina manneskjan á þessu landi okkar sem gleymir ekki litla fólkinu í samfélaginu.
Vaff, 12.9.2007 kl. 14:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.