Heil og sæl kæra fólk,
ég hef snúið aftur heim. Undanfarnar vikur hef ég verið í andlegum æfingabúðum á Indlandi. Ég tók mig til og fór á námskeið í innhverfri íhugun og annarri tækni sem leiðir til andlegs þroska. Ég er nú um það bil helmingi þroskaðri en áður en ég fór, andlega.
Núna þarf ég að fara í bað og fá mér spælt egg. Ég hef hvorki farið í bað né fengið mér spælt egg síðustu vikurnar. Það er aldrei að vita nema ég skelli inn eitt stykki ferðasögu hingað inn fljótlega.
Flokkur: Trúmál og siðferði | 21.9.2007 | 00:06 | Facebook
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Juuu en áhugavert. Endilega skelltu inn ferðasögunni og já njóttu spæleggsins, þú átt það skilið eftir þetta mikla andlega ferðalag.
Bergþóra (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 09:52
Þú varst nú bara heima hjá henni Hólmfríði að úða í þig súkkulaði Margrét!!!! Ég sá til þín og er ekki jafn meðvirk og Bergþóra vinkona þín sem kóar látlaust með lygasögunum þínum.
Hins vegar veitti þér ekki af andlegu ferðalagi í gegnum áfangastaðina 12 til að minna þig á og til að losa þig við skröksýkina sem þú þjáist alvarlega af.
Allý (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 11:48
Takk Bergþóra.
Ally, hvað er í raun og veru lygi? Þetta er allt spurning um hvernig þú túlkar veruleikann sem við búum í. Ekki vera svona rosalega pósitívísk. Það er samt alveg krúttlegt. Þú ert krúttleg. Sérstaklega ertu krúttleg þegar þú ásakar mig um að beygja hin eina sanna sannleika. Ertu kannski rauð í framan?
Vaff, 25.9.2007 kl. 15:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.