Ég vaknaði klukkan 6:30 í morgun og er búin að sitja í sömu stellingunni í andlegri íhugun síðan. Reyndar hefur líkami minn verið hér í sömu stellingunni á miðju stofugólfi í um það bil 17 klukkutíma en andi minn hefur ferðast til El Salvador. Í El Salvador hitti ég lítinn indíána sem sagðist hafa beðið mín. Ég brosti til hans og sagði: ó, þá er nú gott að ég er komin. Svo spurði ég hvort hann hefði beðið lengi. Hann svaraði mér ekki. Þegar við sátum inní tjaldinu hans og drukkum jurtate og ræddum heimsmálin áttaði ég mig á því að hann var að ruglast á mér og annarri manneskju. Hann hélt að ég væri kona sem heitir Elsa. Ég veit ekki hver þessi Elsa er. Ég ætla að reyna að hafa uppá henni fyrir hann því það er hún sem hann hefur beðið eftir og er enn að bíða eftir. Hann þarf að færa henni mikilvæg skilaboð.
Flokkur: Ferðalög | 5.10.2007 | 23:30 (breytt 20.11.2007 kl. 19:31) | Facebook
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.