Konan sem bloggar í hverjum mánuði.

Á föstudaginn var ég rænd. En þar sem lögreglan brást strax við fékk ég kortin mín og allt annað strax tilbaka. Þjófarnir fóru nefnilega í næstu verslun til að kaupa sér samlokur, sem þeir hefðu borgað með mínu korti ef lögreglan hefði ekki skorist í leikinn. Ég var lögreglunni þakklát.

Á laugardaginn áttaði ég mig á því að ég væri ekki með veskið mitt, sama veski og hafði verið stolið frá mér fyrr á föstudaginn. Ég hringdi í Smárabíó þar sem ég vissi að ég hafði síðast notað það þar. Stúlkan sem svaraði tók niður símanúmerið mitt og sagðist hringja í mig tilbaka. Fimm mínútum síðar hringdi hún og sagði mér að hringja aftur eftir helgi, að hún hefði ekki fundið veskið mitt en væri samt ekki viss og að ég þyrfti bara að hringja eftir helgi. Ég hugsaði málið í smá stund og komst að þeirri niðurstöðu að þetta væri mjög svo undarlegt. Átti ég að láta að láta loka öllum kortunum mínum? Borða hrísgrjón í kvöldmat? Ég hringdi því aftur í Smárabíó og fékk í það skiptið að tala við vaktstjórann. Eftir að hafa eytt 15 mínútum í að útskýra fyrir vaktstjóranum af hverju ég væri að hringja tók hún líka niður númerið mitt og sagðist hringja tilbaka. Þegar hún svo hringdi tilbaka sagði hún mér að veskið væri hjá þeim og ég mætti koma að sækja það. Hún gat ekki gefið mér neina skýringu á því hvers vegna stúlkan sem svaraði fyrst í símann hafði viljað geyma veski mitt yfir helgina.  

Ef ég væri í svona The Secret pælingum myndi ég endurskoða hugsanir mínar vandlega. En þar sem ég er það ekki held ég að lausnin sé að fara sem minnst út úr húsi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband