Eurovision

Ég vil taka það skýrt fram að árið 1987 spáði ég Johnny Logan sigri í Eurovision. Mamma var viss um að einhver annar myndi vinna en ég sagði allan tíman að Írland myndi bursta þetta. Frábært hvað Hold me now hefur elst vel.  

Ég er að átta mig á því að í þessari stuttu bloggfærslu hef ég ekki bara komið því áleiðis að ég hafi haft betur en móðir mín í Eurovísion forspánni 1987 heldur líka að ég viti hver Johnny Logan er, hvaða ár hann vann Eurovision, frá hvaða landi hann er og hvað lagið heitir sem hann söng.

Ef einhverjum finnst þetta púkó er það allt í lagi af því að ég er bara að djóka, ef einhverjum finnst þetta töff er þetta samt auðvitað satt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

OMG! Töff!

Ég tók Logan upp á vidjó og horfði aftur og aftur: "hold me now, and I know though we´re apart, we´ll always be together". Ég er reyndar þekkt fyrir að vera púkó but who gives a fuck. Logan er bara töff.

Hulda Gísla (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 09:52

2 Smámynd: Vaff

Nei láttu ekki svona, þú ert ekkert púkó. Ég veit um a.m.k. þrjá sem eru meira púkó.

Vaff, 16.3.2008 kl. 01:18

3 identicon

Einn af þessum þrem er pottþétt Johnny Logan því hann er ferlega púkó. 

Bergþóra (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband