Mikið rosalega hlýtur að vera erfitt og leiðinlegt að vera atvinnustjórnmálamaður. Að geta aldrei talað af eigin sannfæringu, geta aldrei sagt rétt og satt frá og geta aldrei látið sína raunverulegu skoðun í ljós hlýtur að reyna á taugarnar. Nema að atvinnustjórnmálamenn hafi í raun enga eigin skoðun. Ef þetta er þannig að daginn sem atvinnustjórnmálamenn ganga í flokkinn sinn verði skoðun og sannfæring þeirra alltaf í takt við hagsmuni flokksins, og í takt við hagsmuni þess flokks sem flokkurinn þeirra er í stjórnarsamstarfi við, eða ef hann er í stjórnarandstöðu þá auðvitað alltaf í andstöðu við allt sem kemur frá ríkisstjórnarflokkum, þá er þetta kannski ekkert mál.
"Já, góðan dag, ég er að sækja um stöðu atvinnustjórnmálamannsins sem ég sá að þið voruð að auglýsa í blaðinu um helgina. Nei, ég hef auðvitað enga starfsreynslu en ég er með BA gráðu í bullu. Er ég ráðin/n?"
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 14.4.2008 | 21:05 (breytt kl. 21:09) | Facebook
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.