Hvað eru allir að tala um að allt sé svo sexy þessa dagana? Fullorðið, vel menntað fólk að tala um að hitt og þetta sé sexy. Ég var t.d. á fundi í dag, fundi um háalvarleg málefni, þar sem maður sagði að reykingar kvenna á meðgöngu væru rosa sexy um þessar mundir. Engin sá neitt athugavert við málflutning mannsins. Þegar ég fékk skrítið augnráð frá fundargestum þegar ég hló af þessu langaði mig að segja: það var hann sem sagði sexy!
Ef ég væri þannig kona sem myndi hringja í síðdegisútvarpið myndi ég segja nákvæmlega þetta í dag. Ég myndi svo enda á að segja: mig langaði nú bara að koma þessu að, takk fyrir góðan þátt.
Flokkur: Trúmál og siðferði | 7.5.2008 | 17:44 | Facebook
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Híhí þú sagðir sexý.
Gaman að heyra í þér í dag.
Bergþóra (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 01:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.