Úr fríi

Er komin aftur í vinnu úr tveggja vikna fríi. Fríi sem ég eyddi heima við tölvuna að skrifa. Það er fínt að vera komin aftur, eða back in buisness eins og maður segir. Ég finn að allir hafa saknað mín mikið. Sem er gott. Ég ætla samt aftur í frí í ágúst, þá fer ég að hluta til í alvöru frí.

Mér finnst mjög einkennilegt að það sé ekki til færsluflokkur hér á moggabloggi sem heitir sumarfrí . Núna veit ég ekkert í hvaða flokk ég á að setja þessa færslu. Einhver gæti sagt að ég ætti að setja hana í ferðalög sem er samt ekki rökrétt af því að ég fór ekki í ferðalag í fríinu mínu. Til að mótmæla þessum færsluflokks skorti set ég þessa færslu í ljóð. Auðvitað meikar það ekkert sense, það er ekkert ljóð í þessari færslu og ég er ekki heldur að fjalla um ljóð. En þetta kannski kennir þeim að hugsa aðeins út fyrir kassan (out of the box) og bæta inn fleiri færsluflokkum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá Magga ég hef ekki lesið bloggið þitt í dálítinn tíma svo ég las fullt núna.  Var búin að gleyma hvað þú ert fyndin stelpa þó ég hafi hitt þig í gær.

Begga Gísla (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 23:07

2 Smámynd: Vaff

Ég les þitt blogg á hverjum degi.

Vaff, 30.7.2008 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband