Leiðindi

Ég hef lofað sjálfri mér að hætta að lesa fréttamiðla á netinu og blogg. Það er allir eitthvað svo fáránlega miklir sérsfræðingar allt í einu. Það vita allir uppá hár hverjum þetta rugl er að kenna og hvað við þurfum að gera núna svo allt fari vel.  Mér er skítsama hvað einhverjum mis hressum bloggara finnst um Seðlabankann og líka um hvort Egill Helga sé hetja eða tilfinningasamur rugludallur. Ég bara fatta það ekki fyrr en ég er búin að lesa einhverja færslu hvað þetta er fo... leiðinglegt.  Núna mun ég ekki opna þessar síður næsta mánuðinn, nema Dr. Gunna ég ætla halda áfram að lesa hann, og Baggalút líka, já og líka Siggasiggabangbang. En ekkert annað.  Ég myndi pottþétt ekki lesa þetta blogg mitt ef ég væri ekki ég.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú verður að lesa mitt blogg - ég setti inn svo sæta mynd af okkur

Bergþóra (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 20:37

2 Smámynd: Vaff

já og þig, mjög góð mynd af okkur. Það segirðu satt.

Vaff, 16.10.2008 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband