Mér leiðist að horfa uppá fólk skeita skapi sínu á hvort annað. Allir svo réttlátir í sinni reiði. Mótmælendur, hagfræðingur Seðlabankans, lögreglan, og meira að segja starfsfólk stöðvar 2 og Hótel Borgar. Þetta minnti mig á götubardaga uppí Breiðholti sem ég varð vitni af þegar ég var sirka 10 ára. Það var Fellahverfið á móti Seljahverfinu. Ég veit ekki um hvað sá bardagi snérist. Ég man þó að þeir krakkar sem bjuggu hinum megin við Breiðholtsbrautina (andstæðingarnir) voru vondir og þeir sem bjuggu mín megin við Breiðholtsbrautina voru góðir, eða kannski ekki endilega góðir en vissulega höfðu þeir krakkar rétt fyrir sér. Ég var samt ekki á staðnum á gamlársdag. Þetta má hafa verið einhvernvegin öðruvísi en þetta virkar á myndskeiðunum sem sýnd hafa verið í fjölmiðlum.
Mér finnst það frekar merkilegt að ef gengir yrði til kosninga í dag þá myndu ríkisstjórnarflokkarnir halda meirihluta sínum, eða 53% atkvæða. Það var því ekki alrangt hjá Ingibjörgu þegar hún hefur sagt: þetta er ekki þjóðin. Þetta var þá líklega ekki þessi 53% þjóðarinnar.
Flokkur: Pepsi-deildin | 3.1.2009 | 14:31 (breytt kl. 14:31) | Facebook
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.