Facebook

Það er ekkert að marka vinafjölda á Facebook. Ég veit um einn gaur sem á um það bil 500 vini á Facebook en svo sá ég hann í bíó um daginn og hann var nú bara einn.

Sumarfríið

ibizaÉg hef farið á Dale Carnegie námskeið. Á þessu námskeiði var meðal annars kennt að míngla. Það er mikilvægt að kunna að míngla. Það er t.d. ömurlegt að vera í kokteilboði og kunna ekkert að míngla. Ég fer oft í kokteilboð og ég er orðin alveg hreint ótrúlega góð í míngli. Það má eiginlega segja að ég sé hrókur alls fagnaðar í fínustu kokteilboðum borgarinnar. Á þessu Dale Carnegie námskeiði var fólki kennt að hefja samræður við fólk sem það þekkir ekki mikið, og ég man að eitt sem manni var ráðlagt að spyrja um var hvað fólk ætlar að gera í sumarfríinu sínu. Ég hef hugsað svolítið um þetta undanfarið þar sem ég hef hitt mikið af fólki sem hefur spurt mig hvort ég sé í sumarfríi eða hvað ég ætli að gera í sumarfríinu mínu. Ég velti því fyrir mér hvort það geti verið að allt þetta fólk hafi farið á Dale Carnegie námskeið. Eða, kannski hefur fólk bara áhuga á að vita hvort ég fari ekki örugglega í sumarfrí.

Ég er í sumarfríi núna og sit heima við tölvuna. Ég fer ekkert til Ibiza í sumar.  


skielgeyalsietlaeith

Ég hef álíka mikið umburðarlyndi gagnvart fólki sem talar um liðna atburði í nútíð og ég hef gagnvart fólki sem þarf að pakka sjálfu sér inní bómul. Þetta er asnalegt. Asnalegt er ekki töff.

Ég er ekkert endilega að tala bara um Auju núna. Ef einhver hélt það.  


Takk fyrir að hlusta

Sambýlismaður minn hefur tilkynnt mér að Í DAG ætli hann að horfa á leikinn.

Þetta er mjög svo karlmannlegt. Mér hefur samt ekkert fundist sambýlismaðurinn minn kvennlegur hingað til.


Ísland er landið

Ég skil ekki hvað fólk er alltaf að væla alla daga. Gengisfelling og verðbólga. Iss piss, segi ég nú bara. Ef Geir Harde segir að allt sé í fínasta lagi þá er það þannig. Og ef hann segir að ókostir við upptöku evrunnar séu fleiri en kostirnir þá er það bara þannig. Skilur fólk ekki að hann er forsætisráðherra? Hann hugsar aðeins um hagsmuni okkar "fólksins í landinu" öllum stundum.

Ástandið hér er að minnsta kosti bara nokkuð fínt miðað við í Zimbabwe. Spáið bara í ef við hefðum gaur eins og Robert Mugabe sem seðlabankastjóra, það væri í frekar glatað. 


Sumar

Er í bloggfríi í sumar.

Held áfram linnulaust með fréttir og gamanmál strax að sumarfríi loknu.

Djók.  

 


Furðulegheit

Ég var að lesa dr. Gunna áðan, eins og ég geri oft, og þar er tengill inná myndband sem sýnir ævintýraferð nokkurra “venjulegra” karla sem fara saman að kaupa sér kynlíf með dúkkum í Japan. Þetta finnst þeim mjög svo spennandi, þetta eru nefnilega svona kynlífsdúkkur. Nema hvað að þessar dúkkur eru ekki eins og konur heldur eins og krakkar. Karlarnir fá afnot af dúkkunum inní litlum herbergjum sem eru eins og barnaherbergi, t.d. er herbergið fullt af leikfangaböngsum, teiknimyndum og öðru slíku. Frekar sérstakt.

Ég held að almennt telji fólk sér trú um að það séu afar afar fáir sem horfi á barnaklám. Og þeir mjög svo fáu sem geri það séu allir/öll með alvarlega geðsjúkdóma. En svo er til venjulegt klám fyrir venjulegt fólk, fólk sem er ekki með geðsjúkdóma. Bara svona klám fyrir venjulega karla með venjulegar þarfir. Nú ætla ég ekki að taka að mér það hlutverk að segja ykkur hinum hvernig þetta er í "raun og veru". Ég veit bara að það væri þæginlegra að lifa í þessum heimi ef þetta væri bara nákvæmlega svona.


Afnotagjöld sjónvarps

Svo er ég bara að borga 2852 kr. fyrir sýningu á einhverjum strákum í boltaleik. Ég hefði afþakkað boðið og eytt peningunum í eitthvað annað, ef ég hefði haft val.

Hégómi

Um helgina fer ég í útskriftaveislu til vinkonu minnar. Hún var að klára læknisfræði.

Mér finnst hún töff. 


Nova

Þessi auglýsing hér á hægri hönd hefur truflandi áhrif á mig. Annars væri ég örugglega að blogga voða mikið þessa dagana.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband