Þjóðarsálin

Hvað eru allir að tala um að allt sé svo sexy þessa dagana? Fullorðið, vel menntað fólk að tala um að hitt og þetta sé sexy. Ég var t.d. á fundi í dag, fundi um háalvarleg málefni, þar sem maður sagði að reykingar kvenna á meðgöngu væru rosa sexy um þessar mundir. Engin sá neitt athugavert við málflutning mannsins. Þegar ég fékk skrítið augnráð frá fundargestum þegar ég hló af þessu langaði mig að segja: það var hann sem sagði sexy!

Ef ég væri þannig kona sem myndi hringja í síðdegisútvarpið myndi ég segja nákvæmlega þetta í dag. Ég myndi svo enda á að segja: mig langaði nú bara að koma þessu að, takk fyrir góðan þátt.


Úppss

Bara þannig að það sé alveg á hreinu þá var ég í kaffipásu þegar ég skrifaði inn síðustu færslu.

Lexía dagsins

í dag var ég spurð hvort ég vissi hvort Jón væri farinn. Ég svaraði að hann hlyti að vera hér enn þar sem jakkinn hans væri inná skrifstofu. Þá var mér tilkynnt að það væri ekkert að marka jakka inná skrifstofu, að allir ríkisstarfmenn kæmi með aukajakka í vinnuna. Á meðan jakkinn er inná skrifstofu eru ríkisstarfsmenn tæknilega á staðnum. Í raun eru þeir þó flestir í hinni vinnunni sinni, eða bara að lyfta lóðum.  

Ég myndi aldrei lyfta lóðum á vinnutíma.


Reunion

http://breidholtsskoli89.bloggar.is/blogg/

Ég mótmæli!

Mikið rosalega hlýtur að vera erfitt og leiðinlegt að vera atvinnustjórnmálamaður. Að geta aldrei talað af eigin sannfæringu, geta aldrei sagt rétt og satt frá og geta aldrei látið sína raunverulegu skoðun í ljós hlýtur að reyna á taugarnar. Nema að atvinnustjórnmálamenn hafi í raun enga eigin skoðun. Ef þetta er þannig að daginn sem atvinnustjórnmálamenn ganga í flokkinn sinn verði skoðun og sannfæring þeirra alltaf í takt við hagsmuni flokksins, og í takt við hagsmuni þess flokks sem flokkurinn þeirra er í stjórnarsamstarfi við, eða ef hann er í stjórnarandstöðu þá auðvitað alltaf í andstöðu við allt sem kemur frá ríkisstjórnarflokkum, þá er þetta kannski ekkert mál.

"Já, góðan dag, ég er að sækja um stöðu atvinnustjórnmálamannsins sem ég sá að þið voruð að auglýsa í blaðinu um helgina. Nei, ég hef auðvitað enga starfsreynslu en ég er með BA gráðu í bullu. Er ég ráðin/n?" 

 


Lexía dagsins

Íslenskufræðingurinn hér á stöðinni benti mér vinsamlegast á að það væri ekki fallegt að tala um fólk í hlutföllum. Ég spurði hana hvort það væri líka ókurteisilegt að tala um fólk sem staðalfrávik frá meðaltali. Hún sagði mér að það færi eftir samhengi.

Nú verður tekið á því, eða þannig

http://www.hi.is/Apps/WebObjects/HI.woa/wa/dp?detail=1014177&name=frettasida

 

 


Hemmi Gunn

Ef ég ætti eina ósk myndi ég óska þess að ég væri jafn hress og Hemmi Gunn. Eða, að ég myndi óska að ég ætti 10 óskir. Þá gæti ég notað hinar 9 í eitthvað annað. Mér reyndar dettur ekkert annað í hug. Mig langar bara að vera hress eins og Hemmi.

Glæpir og refsingar

Ég er að lesa um mann sem fékk lífstíðardóm*7 + 380. S.s. sjöfaldur lífstíðardómur plús 380 ár. Glæpurinn sem maðurinn framdi var talinn mjög alvarlegur.

s

pic22704


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband