Færsluflokkur: Bloggar

Skilaboð

Á degi sem þessum finnst mér mikilvægt að nefna nokkur orð um hvað það er sem raunverulega skiptir máli varðandi blogg.

Það skiptir alls engu máli hversu oft þú bloggar, eða hversu mikið í einu, né hversu smart orð þú notar. Það eina sem skiptir einhverju máli er að bloggið þitt sé algjörlega óeigingjarnt og aðeins gert í þeim tilgangi að gera veröldina að betri stað.  Þá sérstaklega að stað þar sem börn geta alist upp í öryggi og frelsi.

Verði ykkur að góðu,
Margrét  


Lundi

Lundi

Kjánaprik.

Ég held að sá sem sagði að "lífið væri leikur" hafi verð hálfgert kjánaprik. Rosa barnalegt.


Föstudagsmyndin á RUV

rokkmammaRokkmamman (Rock 'n' Roll Mom) er bandarísk fjölskyldumynd frá 1988. Þetta er sagan af Annie Hackett, einstæðri tveggja barna móður í smábæ sem vinnur fulla vinnu á kaffihúsi en dreymir um að verða söngkona. Vinur hennar kemur því á framfæri við útgáfufyrirtæki að Annie sé hæfileikarík söngkona og þegar hún fær tækifærið slær hún í gegn einn, tveir og þrír. Og Annie breytist á einni nóttu úr smábæjarmömmunni í eggjandi rokksöngkonu og fær að kynnast bæði kostum og göllum frægðarinnar.

Þá veit ég af hverju fr.B getur ekki komið með mér á dansiball í kvöld. Það er sjónvarpskvöld. 


Í dag mæli ég með...

Næstbesta bloggara í heimi.

Ég veit ekki hver er besti bloggari í heimi.  

 


Spakmæli Margrétar

Það skiptir litlu máli hvað þú veist og hvað þú getur. Það skiptir miklu máli hvað þú gerir.

Höfundur: óþekkur.


Hvað er að frétta?

Í gær var kona hérna í vinnunni að spá í að það væri vitleysa að hanga inná skrifstofu í svona góðu veðri eins og var í gær. Ég sagði henni að hafa engar áhyggjur vegna þess að í dag yrði veðrið bara ennþá betra og því væri tilvalið að taka sér frekar frí í dag. Hún tók sér frí í dag. Ég vona að samstarfskonu minni líki ennþá við mig.


Ferðaplön og kvikmyndaferð

LauraÍ dag er ég full af tilhlökkun og því sátt við lífið. Félagsvísindadeild hefur ákveðið að styrkja mig á mjög spennandi námskeið hjá háskólanum í Essex í sumar. Fr. B ætlar að fljúga með mér til London þar sem við munum eyða nokkrum rómantískum dögum saman áður en ég held á vit tölfræðinnar, hún verður þá eftir hjá bróður sínum. Fr. B hefur stungið uppá því að við förum á listasöfn. Hún virðist því hafa gleymd því að ég ólst upp í Breiðholti og hef ekkert gaman að list. Ég hef bara gaman að því að skoða skrítna útlendinga, versla ódýrar gallabuxur í einhverri risa stórri búð á Oxford street, drekka mikið af ódýrum bjór og hlæja hátt. Nei nei, kannski ýki ég þarna. Svo drekk ég auðvitað ekkert bjór og hef ekki gert í mörg ár, eða alveg frá því að ég uppgötvaði ofnæmið.

Þrátt fyrir upprunann hafði ég nú gaman af David Lynch myndinni sem ég sá á laugardaginn. Fr. B, sem vitnar stöðugt í moggablogg þessa dagana, sagði mér að einhver hefði skrifað að sú mynd væri bara fyrir fólk í Listaháskólanum. Annars er þessi mynd ein sú súrasta sem ég hef séð en mér leiddist ekki í eina mínútu. Ég er loksins búin að fatta atriðið með kanínunum, rosa tengi ég við þær. Ég fór í bíó með Hr. Promazin og fr. B. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem ég fer í bíó á laugardagskvöldi með þessu góða fólki. Þau tvö eru alveg hreint fyrirtaksfólk sem ég þakka guði fyrir að hafa kynnst en þau kunna ekki að vera í bíó, eru nú samt engir unglingar. Það á ekki að tala um það sem er að gerast fyrr en myndin er búin og maður er komin út í bíl, ef þetta hefði verið einhver önnur en þau hefði ég ekki sætt mig við þetta hvísl og fliss.

 

Þetta er námskeiðið sem ég er að fara á:  http://www.essex.ac.uk/methods/courses/descriptions/2b07.shtm

 


Sorry!

Ég hef nú gert mér grein fyrir því að ég er orðin eins og ein af þessum smáborgaralegu bloggurum sem blogga um að bæta mataræðið mitt og líkamsræktina og þvíumlíkt.  

Ég lofa að taka mig á í framtíðnni. Það er aldrei að vita nema ég bloggi um Jónínu Bjartmarz á morgun. 


Bloggað til að gleyma?

Ég er hálf einkennilegur bloggari held ég. Ég blogga sjaldan og þegar ég blogga er mér stundum alls ekki að skapi að fólk lesi bloggið mitt. Þegar hins vegar engin les bloggið mitt upplifi ég höfnun. Það þarf sko engin að segja mér hversu absurt það er að blogga og vilja ekki að fólk lesi það sem ég skrifa, ég veit það vel. Ég tók mig því til núna um páskahelgina ákvað að breyta um viðhorf, nú fagna ég hverjum einasta lesanda. Ég meira að segja gekk svo langt að ráðast í aðgerðir til þess að auka vinsældir mínar hér. Ég spurði sjálfa mig; hvað er það sem virkar hjá öðrum? Það er s.s. falleg músík og skemmtilegar partý myndir. Vinsældir Jónínu Ben hafa aldrei verið eins miklar og eftir að hún birti myndir úr afmælinu sínu. Núna er ég komin með skemmtilegt lag á fóninn og nokkrar vel valdar partýmyndir. Þetta hefur borið þó nokkurn árangur því bara í dag hef ég fengið yfir 100 innlit (eða reyndar í gær því núna er klukkan svo margt). 100 innlit eru svo sem ekki mikið ef miðað er við bloggara eins og Sigmar. En Sigmar er nú líka fræg sjónvarpsstjarna. Fræga fólkið hefur nú alltaf haft aðdráttarafl sem okkur hinum bara dreymir um. Svo er nú Sigmar líka með skemmtilega súrrealíska félagsfræðitilraun á blogginu sínu í dag sem hefur væntanlega vakið mikla lukku.  

Annars er ég auðvitað með annað blogg í gangi þar sem ég skrifa færslur inn á hverjum degi. Þar kem ég ekki fram undir nafni. Bara mamma og einn gamall skólafélagi minn vita slóðina þangað. Á þeirri síðu birti ég ljóð eftir mig. Þar kemur líka fram mitt raunverulega viðhorf til innflytjenda.

Þannig er nú bara það.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband