Færsluflokkur: Bloggar
Bloggar | 27.3.2007 | 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Rétt áðan hringdi í mig kona til að óska mér til hamingju með afmælið. Ég á ekki afmæli í dag. Ég fæddist í ágústmánuði og hef því stundum haldið uppá afmælið mitt þá. Dag einn fyrir nokkrum árum fór ég að endurskoða líf mitt og breytti um lífsstefnu. Það má segja að ég hafi endurfæðst þennan örlagaríka tólfta dag marsmánaðar 2001. En í dag er hvorki 7. ágúst né 12. mars þannig að þetta símtal við konuna var hálf furðulegt. Fyrir utan að hringja í fólk og óska því til hamingju með afmælið bara svona uppúr þurru er þessi kona samt alveg ágæt. Sumir myndu jafnvel segja að hún væri frekar vel gefin, hún er allavega rétt um það bil að verða læknir. Ef þið viljið fræðast frekar um þessa undarlegu konu þá býr hún hér > http://allyrosa.blogspot.com/
Bloggar | 22.3.2007 | 16:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Í dag er ég hamingjusöm. Einu föstu þættirnir í sjónvarpinu sem ég vil helst ekki missa af eru á dagskrá í kvöld, Boston Legal og Dexter. Þegar ég horfi á Dexter finnst mér pínu eins og mér eigi ekkert endilega finnast þessi þáttur skemmtilegur. Hann er á mörkunum að vera púkó en er eitthvað svo yndislegur.
Bloggar | 18.3.2007 | 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggar | 9.3.2007 | 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hef tekið eftir því að síðan mín er með sama útlit og síðan hans Helga Seljans fréttamanns. Ég valdi bara eitthvað fallegt útlit sem var í boði. Það er ekkert þannig að mig hafi dreymt um að vera Helgi Seljan. Á tímabili langaði mig ekkert heitara en að vera Siggi vinur minn. En á síðustu misserum hef ég verið nokkuð sátt og bara viljað vera ég sjálf. Ég er samt ekkert að gefa í skyn að það sé eitthvað ömurlegt að vera Helgi Seljan. Ég gæti meira að segja trúað því að það sé ágætt að vera Helgi Seljan. Það þykir samt ekki smart af fullorðinni konu að vilja vera einhver annar.
Bloggar | 28.2.2007 | 23:11 (breytt kl. 23:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ég get ekki sagt annað en að ég sé búin að eiga nokkuð góðan laugardagsmorgun. Þannig að ég er nokkuð sátt við lífið. Nema reyndar er eitt. Mér finnst fátt betra en gott kaffi, fyrir mér er kaffi sko ekkert grín. Í morgun fékk ég enn einn vondan bolla af Cappuchino. Undanfarna daga, nei reyndar vikur, hef ég lent í því að fá gjörsamlega ómögulegt Cappuchino á kaffihúsum, veitingustöðum eða öðrum stöðum þar sem boðið er uppá Cappuchino. Mér þætti eðlilegast að það væru einhver lög sem bönnuðu stöðum sem hafa starfsfólk sem ekki kann að búa til Cappuchino að selja það. Það á bara ekki að vera í boði. Ég geri mér grein fyrir að þetta er orðin pínulítil þráhyggja hjá mér, og samkvæmt fróðu fólki þá er það ekki gott. Um daginn fór ég á kaffihúsið í Perlunni og horfði stíft á stúlkuna og spurði; kanntu að búa til Cappuchino? Hún sagði já auðvitað, og horfði á mig eins og hún hefði fæðst til þess eins að gera Cappuchino. Ég pantaði því einn, en fylgdist vel með. Ég sá strax þegar hún byrjaði að hún hlyti að hafa misskilið spurninguna. En hún var svo örugg með sig að ég vildi ekki eyðileggja stemninguna fyrir henni. Ég fékk Cappuchino í risa bolla með allt of mikið af mjólk sem búið var að sjóða, en náði með inngripum að forða kaffinu mínu frá 200 gr. af súkkulaðispænum. Ég borgaði fyrir kaffið en var í of mikillri sorg til að segja nokkuð. Ég drakk ekki kaffið mitt, fékk mér bara smá vatn.
Það eru s.s. nokkrir staðir í Reykjavík þar sem hægt er að fá gott kaffi en annars er þetta allt saman ódrekkandi. Ef ég er ekki á Kaffitári, Te og kaffi, Kaffibrennslunni eða litla kaffihúsinu við strætóstöðina þá panta ég mér bara pepsí eða eitthvað næst.
Bloggar | 24.2.2007 | 13:57 (breytt kl. 14:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hef nú ekki verið talin vera fröken forsjárhyggja. Mér finnst frelsi einstaklingsins nokkuð mikilvægt. En hef stundum áhyggjur af því að við séum að berjast fyrir frelsi sem við ættum ekki að vilja berjast fyrir. Er það ekki einmitt oft þannig að frelsi sumra heftir frelsi annarra.
Ég er nú ekki með allar staðreyndir á hreinu varðandi klámráðstefnuna, t.d. hvaðan þessi barnaklámsumræða kom. Fyrir mér er reyndar ekki til neitt sem kalla ætti barnaklám. Hvernig getur kynlíf með börnum verið eitthvað annað en ofbeldi, og því er það sem kallað er barnaklám bara alltaf ofbeldi í mínum huga.
Ég fór á eitthvað flakk á netinu og las nokkra pistla mjög svo æstra bloggara yfir hversu mikið þeir skammast sín yfir því að vera Íslendingar núna þegar framkoma einhverra okkar hefur valdið því að klámframleiðendur eru í fílu og vilja ekki lengur heimsækja okkur. Í fréttinni hér að neðan er linkur inná síðu ráðstefnugesta(eða þeirra sem voru á leiðinni hingað til að styrkja sitt tengslanet fyrir bransann) þar sem m.a. er boðið uppá Daddy I'm Nude og annað efni í svipuðum dúr. Flest á þessari síðu er að mínu mati ofbeldi, sem ég er ekki til að berjast fyrir.
Berjumst fyrir fólki sem framleiðir efni ætlað mönnum með barnagirnd og grátum síðan saman yfir Kastljósinu og Kompás.
Eigendur Hótel Sögu vilja hætta að sýna ljósbláar myndir gegn gjaldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 24.2.2007 | 02:34 (breytt kl. 02:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Okkar sía verður væntanlega erfiðari í framkvæmt en sían á eyjunni Arezou. Það er auðveldara að banna bara öllum köllum aðgang heldur en að banna klámfólki aðgangi. Sumt klámfólk skylst mér að líti bara út eins og venjulegt fólk, eða næstum því.
Annars veit ég ekki með þetta allt saman. Ég veit bara að 210.grein hegningarlaga á Íslandi er ekki að virka. Klám er ólöglegt á Íslandi en er samt seld í fjöldamörgum verslunum. Í umræðunni um klám (lögleiðingu eða ólögleiðingu) er stundum talað um frelsi til þess að velja. Mér varð einmitt hugsað til fresis míns til að velja ekki klám þegar ég horfi á fréttir í vikunni. Raunin er sú að mér er nokk sama hvort fólk í næsta húsi er að horfa á klám. Mér er hins vegar ekki sama hvort ég þurfi að horfa á klám. Umræðan um klámvæðing almannarýmisins finnst mér mun þarfari heldur en leyfa eigi einhverju fólki að velja klám. Ég vil geta horft á fréttir án þess að þurfa að útskýra fyrir 8 ára dóttur minni af hverju tvær konur eru saman nær berrasaðar í skrítnum stellingum í snjónum. Í þetta sinn sagði ég henni að það væri vegna þess að þær væru flogaveikar.
Aðeins fyrir konur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 21.2.2007 | 11:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég og Bergþóra nágranni ætlum að skella í Sprengidagsboð í kvöld. Bergþóra var einmitt að hringja úr búðinni til að segja mér að pokinn af gulum sprengibaunum kosti aðeins 8 krónur. Hvorugar okkar höfum eldað saltkjöt og baunir áður þannig að við höfðum ekki hugmynd um hvað þetta væri ódýrt. Bergþóra ætlar að kaupa sér 18 poka og ég bað hana að kaupa nokkra fyrir mig. Fullur poki af sprengidagsmat kostaði ekki nema um 1600 krónur. Sem er bara alls ekki neitt. Við höfum boðið tveimur kaupsýslumönnum í mat, ef við hefðum vitað hvað þetta er ódýrt hefðum við boðið fjórum kaupsýslumönnum í mat. En það er of seint núna.
Bloggar | 20.2.2007 | 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sky News er með puttann á púlsinum. Rétt áðan sá ég þar viðtal við konu sem ég þekki ekki. Mér þykir hins vegar líklegt að hún sé með gráðu í sálfræði eða geðlækningum. Þessi kona sat fyrir svörum fréttamanns sem vildi ólmur komast að því hvað hefði gengið í Britney. Konan fór yfir feril söngkonunnar og skýrði frá því hvernig margir atburðir, og þá sérstaklega hvað hún varð fræg ung, hefðu ýtt undir hegðunarmynstur sem væri með öllu óskiljanlegt. Hárið á Britney er eitt en aðal áhyggjuefnið er auðvitað áhrifin sem þetta kann að hafa á saklausar ungar stúlkur í Ameríku, og jafnvel á Íslandi. Mér yrði ekki brugðið ef við færum að sjá stúlkur með drengjakolla á næstu vikum.
Aðdáendurnir áhyggjufullir og hárlokkarnir til sölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 19.2.2007 | 18:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar