Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Mikið rosalega hlýtur að vera erfitt og leiðinlegt að vera atvinnustjórnmálamaður. Að geta aldrei talað af eigin sannfæringu, geta aldrei sagt rétt og satt frá og geta aldrei látið sína raunverulegu skoðun í ljós hlýtur að reyna á taugarnar. Nema að atvinnustjórnmálamenn hafi í raun enga eigin skoðun. Ef þetta er þannig að daginn sem atvinnustjórnmálamenn ganga í flokkinn sinn verði skoðun og sannfæring þeirra alltaf í takt við hagsmuni flokksins, og í takt við hagsmuni þess flokks sem flokkurinn þeirra er í stjórnarsamstarfi við, eða ef hann er í stjórnarandstöðu þá auðvitað alltaf í andstöðu við allt sem kemur frá ríkisstjórnarflokkum, þá er þetta kannski ekkert mál.
"Já, góðan dag, ég er að sækja um stöðu atvinnustjórnmálamannsins sem ég sá að þið voruð að auglýsa í blaðinu um helgina. Nei, ég hef auðvitað enga starfsreynslu en ég er með BA gráðu í bullu. Er ég ráðin/n?"
Stjórnmál og samfélag | 14.4.2008 | 21:05 (breytt kl. 21:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stjórnmál og samfélag | 21.1.2008 | 19:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Stjórnmál og samfélag | 12.10.2007 | 15:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Markaðsmál eru í engu sérstöku uppáhaldi hjá mér. Meira segja finnst mér orðið markaðsmál frekar fráhrindandi, enn verra finnst mér orðið promo. Kona sem ég þekki sagði mér um daginn að maðurinn sinn væri markaðsstjóri. Það fyrsta sem mér datt í hug var framhjáhald. Ég sagði samt ekkert við hana, það hefði ekki verið viðeigandi. En samt. Ég spái heilmikið í auglýsingar, og legg mig sérstaklega fram við að versla ekkert sem mér finnst markaðsett á ósmekklegan hátt. Ég mun til að mynda aldrei ganga í fötum frá Sisley. Þegar ég svo sé auglýsingu sem er mér að skapi þá reyni ég að versla vöruna sem er verið að auglýsa, stundum meira að segja þó að mig vanti ekkert það sem er verið að auglýsa.
Auglýsingarnar hans Hugleiks fyrir átakið Frítt í strætó átakið eru mér að skapi. Ég er búin að fylgjast vel með þessum auglýsingum. Þar sem ég er líka nemi hef ég verið að falast eftir frekari upplýsingum varðandi þessa nýjung. Ég fékk svo póst sem sagði frá því að háskóla frítt í strætó kortin væru ekki tilbúin. Ég hef haft áhyggjur af þessu síðustu daga, þ.a.s. að kortin yrðu tilbúin seint, að ég muni missa af kortunum þegar þau svo koma, hvar ég geti fengið nákvæmar upplýsingar um hvenær þetta hefst, hvort ég þurfi sérstaklega að sækja um kort og hvort það sé eitthvað sem ég þurfi að vita varðandi Frítt í strætó en viti ekki.
Ég var bara rétt í þessu að gera mér grein fyrir því að ég á bíl. Ég hef ekki tekið strætó síðan að ég eignaðist bílinn minn, ég hafði ekki gert neinar áætlanir um að selja bílinn minn. Þetta er að ég held gott dæmi um hvernig æskuárin hafa mótað mig. Ég ólst nefnilega upp í Breiðholti. Upp í Breiðholti eru ókeypis hlutir aldrei afþakkaðir. Ég hélt að allir færu út að borða í Hagkaup á föstudögum. Ég hélt að það væri eðlilegt að fara með alla fjölskylduna og láta hana smakka þangað til að allir væru pakksaddir. Ég hef lært af reynslunni að það er nánast ómögulegt að verða södd af smakkinu í Melabúðinni.
Já það er sko aldeilis rétt að þú getur tekið stúlkuna úr Breiðholtinu en þú getur ekki tekið Breiðholtið úr stúlkunni.
Stjórnmál og samfélag | 20.8.2007 | 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Í dag heyrði ég eina kona segja við ca 2 ára gamlan son sinn 'oh, shut up', aðra konu segja við ca 8 ára dóttur sína 'shut the f... up' og enn aðra við unglingsdóttur sína 'f... off'. Allar notuðu þær tón sem benti til þess að þeim líkaði ekki sérlega vel við börnin sín.
Stundum velti ég því fyrir mér hvort ráðlegt sé að leyfa öllum að eignast börn.
Stjórnmál og samfélag | 31.7.2007 | 17:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrir nokkru síðan rakst ég á förðunarfræðing sem ég kannast við. Hún gaf mér ekki aðeins góð ráð varðandi gloss sem færi mér vel heldur varaði hún mig einnig við því að mennta mig of mikið. Hún sagði mér að menntun væri til þess fallin að draga úr kynþokka kvenna. Ég þakkaði henni og sagðist ætla að hugleiða þetta. Ég er núna að hugleiða þetta.
Stjórnmál og samfélag | 10.7.2007 | 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þegar kona á orðaskipti við karl sem hún hittir á förnum vegi ber henni að taka skýrt fram, fyrir framan vitni, að hún vilji ekki stunda með honum kynlíf. Ef hún gerir það ekki er hún þar með að bjóða hinum ókunnuga manni aðgang að líkama sínum. Þegar karlmaður beitir sínu karlmannlega afli á líkama konu þannig að það skilji eftir mikla áverka er það ekki ofbeldi nema að konan kalli hjálp þannig að til hennar heyrist. Sér í lagi á þetta við ef konan hefur neytt áfengis. Hér ber að taka fram að framburður kvenna af slíkum atburðum, hversu trúverðugur sem hann er, hefur alltaf minna vægi en framburður karla, þrátt fyrir að misræmi kunni að vera í þeim framburði.
Meira um málið hér.
Stjórnmál og samfélag | 7.7.2007 | 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Stjórnmál og samfélag | 19.6.2007 | 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég finn fyrir sátt í hjarta með núverandi ríkisstjórn. Það er einmitt mikilvægt fyrir samfélagið að stór hluti þjóðarinnar sé sátt við ríkisstjórnina, ég tel líklegt að svo sé. Auðvitað eru einhverjir í fýlu. Það er aldrei hægt að gera öllum til hæfis.
Hvað varðar ráðherraskipan, þá er það nú bara eins og það er. Svona í heildina litið er þetta bara fínt held ég. Ég er mjög sátt við Jóhönnu í félagsmálaráðuneytinu. Það kom mér pínulítið á óvart að sjá Björn áfram í dómsmálaráðuneytinu, en kannski bara naive að vera eitthvað hissa á því. Ég hef mikla trú á Guðlaugi Þór sem heilbrigðisráðherra. Ég veit að margir vildu sjá Ingibjörgu sem forsætisráðherra. En fyrir utan að vera kona þá er Ingibjörg nú líka bara manneskja og við höfum reynslu af þeirri manneskju að stjórna borginni. Ingibjörg er frábær fyrir jafnréttisbaráttuna því eins og við vitum þá segjast flestir styðja jafnrétti kynjanna en hún gerir það í alvöru. Stærsta hlutfall þjóðarinnar vildi sjá Geir sem forsætisráðherra, þetta er því bara eins og það á að vera. Það besta er samt að núna munum við kannski þurfa að sjá minna af Össuri í einhverjum skólakrakka byssuslag. Steingrímur J. mun halda áfram að gagnrýna, en það hefur líka alltaf verið svo miklu skemmtilegra að hlusta á Steingrím heldur en Össur.
Ég hef stundum hugsað hvort það sé ekki einfaldara að fussa og sveia á hliðarlínunni heldur en að þurfa í alvöru að taka ákvarðanir og bera ábyrgð á þeim. Ég hlakka til að sjá hvort það sé eitthvað varið í þetta S lið.
Já og eitt enn, ég vona að Jón Sig. hafi sjálfur tekið ákvörðun um að hætta og hann langi virkilega ekki til að standa í þessu lengur. Þrátt fyrir að hann hafi ekki alltaf komið vel út í fjölmiðlum held ég nú samt að Jón hafi verið eitt það besta í boði hjá Framsókn. Af hverju fór Guðni ekki? Kannski vegna þess að hann er furðufugl, fólk hefur gaman af þannig fuglum.
Stjórnmál og samfélag | 23.5.2007 | 11:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar