Færsluflokkur: Ferðalög

Komin

J1127747207æja þá er ég bara komin aftur. Ég skrapp í sólarlandaferð til Majorka. Það var bara fínt. Var á ágætis hóteli með fínan sundlaugarbar og skemmtilegu borðtennisborði. Þrátt fyrir að ferðin hafi verið alveg geðveik skemmti ég mér betur á Benidorm í fyrra. Ég náði rosa lit og kynntist fullt af hressu liði. Ég ætla að halda sambandi við frændur sem ég kynntist. Þeir eru BARA þeir hressustu sem ég hef hitt, fara til Majorka á hverju vori.  Það sem stendur uppúr eftir þessa ferð er að hafa látið mana mig útí að keppa í miss Sun Tan 2007. Ég lendi í öðru sæti. Þessi keppni var samt hálfgert svindl. Ég varð eiginlega alveg brjáluð þegar úrslitin voru tilkynnt. Sú sem vann er brún af því að hún ER brún. Ég hins vegar lagði rosa mikið á mig til þess að verða brún(enda heitir keppnin miss Sun tan ekki Miss Brown).  Asnalegt. Ég er þessi brúna á myndinni, sú sem vann er þessi brúna með borðan í miðjunni (eins og það sjáist ekki mjög greinilega að hún svindlaði).


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband