Færsluflokkur: Ferðalög

Þokkafulla þulan les

Hvernig ætti að vera hægt að taka Bylgjufréttirnar alvarlega?

Sumarfríið

ibizaÉg hef farið á Dale Carnegie námskeið. Á þessu námskeiði var meðal annars kennt að míngla. Það er mikilvægt að kunna að míngla. Það er t.d. ömurlegt að vera í kokteilboði og kunna ekkert að míngla. Ég fer oft í kokteilboð og ég er orðin alveg hreint ótrúlega góð í míngli. Það má eiginlega segja að ég sé hrókur alls fagnaðar í fínustu kokteilboðum borgarinnar. Á þessu Dale Carnegie námskeiði var fólki kennt að hefja samræður við fólk sem það þekkir ekki mikið, og ég man að eitt sem manni var ráðlagt að spyrja um var hvað fólk ætlar að gera í sumarfríinu sínu. Ég hef hugsað svolítið um þetta undanfarið þar sem ég hef hitt mikið af fólki sem hefur spurt mig hvort ég sé í sumarfríi eða hvað ég ætli að gera í sumarfríinu mínu. Ég velti því fyrir mér hvort það geti verið að allt þetta fólk hafi farið á Dale Carnegie námskeið. Eða, kannski hefur fólk bara áhuga á að vita hvort ég fari ekki örugglega í sumarfrí.

Ég er í sumarfríi núna og sit heima við tölvuna. Ég fer ekkert til Ibiza í sumar.  


Ert þú Elsa?

Ég vaknaði klukkan 6:30 í morgun og er búin að sitja í sömu stellingunni í andlegri íhugun síðan. Reyndar hefur líkami minn verið hér í sömu stellingunni á miðju stofugólfi í um það bil 17 klukkutíma en andi minn hefur ferðast til El Salvador. Í El Salvador hitti ég lítinn indíána sem sagðist hafa beðið mín. Ég brosti til hans og sagði: ó, þá er nú gott að ég er komin. Svo spurði ég hvort hann hefði beðið lengi. Hann svaraði mér ekki. Þegar við sátum inní tjaldinu hans og drukkum jurtate og ræddum heimsmálin áttaði ég mig á því að hann var að ruglast á mér og annarri manneskju. Hann hélt að ég væri kona sem heitir Elsa. Ég veit ekki hver þessi Elsa er. Ég ætla að reyna að hafa uppá henni fyrir hann því það er hún sem hann hefur beðið eftir og er enn að bíða eftir. Hann þarf að færa henni mikilvæg skilaboð.


Grín

Í dag kom haustblað Smáralindar. Klukkan er rétt um 11 og ég hef núþegar reynt að vera fyndin með því að vísa í blaðið sem sorprit. 

Nei ég er ekki stolt af sjálfri mér í dag.  

 


Enn meira Essex

images

Í kvöld tók ég þá ákvörðun að láta ekki íkorna koma í veg fyrir að ég njóti göngu úti í náttúrunni. Ég hitti aftur sama íkornann sem í stað þess að hlaupa mig niður var feiminn við mig. Ég er nokkuð örugg um að þetta var sami íkorni og um daginn. Ég vil taka það fram hér að þessi íkorni er síður en svo eitthvert þráhyggjuefni í mínum huga, bara svona ef einhvern var að hugsa það. Þegar ég er ekki að lesa um probit og logic módel geri ég margt annað en að hugsa um hann. Ég fór til að mynda í SPA á miðvikudaginn. Svo hef ég líka spjallað við nokkra samnemendur. Ég er til dæmis búin að kynnast alveg hreint ágætis stúlku frá Kóreu. Hún er að um það bil að klára sitt doktors verkefni í Oxford. Henni finnst gaman að heyra sögur af Íslandi en finnst mín framtíðarplön frekar einkennileg. Henni finnst það mjög merkilegt að ég skuli stefna á doktorsnám í góðum amerískum háskóla en samt vilja vinna á Íslandi, á þessari litlu eyja þar sem nánast engin býr. Ég spjalla líka stundum við strák frá Taiwan. Ég get reyndar ekki sagt ykkur hvað honum finnst um framtíðarplön mín eða nokkuð annað því ég skil yfirleitt ekkert sem hann segir. En hann er alltaf hress. Samræður við fordómafulla Rússann er líka stundum ágætis skemmtun. Hann er reyndar aldrei hress. Honum finnst allt ömurlegt, og þá sérstaklega að ég skuli tala með austur evrópskum hreim (sem er bara ekki rétt hjá honum). Það kemur líka fyrir að ég tek strætó og stundum fer ég í búðina og kaupi mat.

En nú ætla ég að fara að lesa meira um sálfræðihugleiðingar M. Scott Peck. Það er nefnilega laugardagskvöld og ég því í fríi frá línulegum og ólínulegum samböndum (smá tölfræði grín). Ég hef reyndar verið á leiðinni að skrifa/þýða grein sem ég þarf að klára. Mér þykir þó líklegt að ég verði hæfari í það eftir að ég klára þessa sálfræðibók. Þetta er samt ekki beint sjálfshjálparbók. Ég keypti samt eina svoleiðis. Hún heitir The Last Self-Help Book You´ll Ever Need: Repress your anger, think negatively, be a good blamer & throttle your inner child.

 


Meira Essex

Freisting dagsinsFreisting dagsins.

 

 

 

 

 

 

 

Bláa hurðinBláa hurðin.

 

 

 

 

 

 

 

húsin og bátarnir við vatniðHúsin og bátarnir við vatnið. 

 

 

 

 

 

 

 

P1010121Járnbrautateinarnir.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

StígurinnStígurinn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

VatniðVatnið og skýin.

 

 

 

 

 

 

 

Vinir mínir úti á vatninuFólkið í skútunni á vatninu.

  


Essex

P1010122Strætóskýlið 

 

 

 

 

 

 

 

P1010123Skólinn (mynd tekin í strætóskýli)

 

 

 

 

 

 

 

P1010124Stúdentagarðarnir

 

 

 

 

 

 

 

 P1010127

 Útsýnið (úr glugga 1 í litlu herbergi á stúdentagörðum).

 

 

 

 

 

 

 

 

 

P1010128 Útsýnið (úr glugga 2 í litlu herbergi á stúdentagörðum)


Kæra ferðadagbók,

Í gær tók ég stætó niðrí miðbæ að kaupa millistykki. Allar þær verslanir sem mér hafði verið bent á selja aðeins millistykki fyrir rakvélar og tannbursta. Þar sem hvorki tannburstinn minn né rakvél eru rafmagnsknúið var þetta fýluferð fyrir mig. Ég er því enn síma og fartölvulaus. Reyndar var þetta ekki algjör fýluferð því í sjálfum midbænum fann ég kaffihús sem selur mjög gott kaffi og spilar aðeins Michael Bolton lög. Þegar ég sat þarna á kaffihúsinu, drakk alveg hreint prýðilegan cappochino, hvíldi þreyttar fætur og hlustadi a “We’re not making love anymore” tók ég þá ákvörðun að héðan í frá yrði þetta kaffihúsið mitt.  

Í morgun skemmti ég mér konunglega í annarri kennslustundinni af Logic and Probit Models. Við erum rúmlega 20 nemendur frá taeplega jafn mörgum löndum sem erum í þessu námskeiði. Allir nemendur virðast hafa mikinn áhuga á námsefninu sem gerir þetta allt saman enn skemmtilegra. Í dag raeddum vid takmarkanir LPM i OLS. Við komumst að þvíað lausnin við þessum takmörkunum eru Logit og Probit models. Víhí(eins og maður segir þegar maður er glaður og jafnvel hissa líka).   

Eftir skóla fór ég í göngutúr úti í náttúrinni. Þar var ég naestum hlaupin niður af litlum íkorna. Þrátt fyrir að mér hafi brugðið mikið hélt ég ró minni og lét eins og ekkert hefði gerst. Ég veit að íkornar þykja litlir og saetir en þetta var samt frekar ógnvænleg lífsreynsla. Það var mikill lettir thegar ég var ordin thess fullviss að engin hefdi seð til mín, því þrátt fyrir ró mína er ég nefnilega ekki viss um að viðbrögð mín við þessari uppákomu hafi verið mjög svo smart. Ég hef laert mína lexíu og fer því ekki aftur í göngutúr úti í náttúrunni á meðan ég er hér.

Ferdakvedja,

Margrét


Hello my fellow citicens,

You might be wondering why this blog is written in English. Well, I will now tell you why. The keyboard on this compute does not allow you do use Icelandic letters. So instead of writing in Icelandic but using silly letters I will just write in english. Furthermore it is more suitable since I am in England. If I use a word that you do not understand you can always use a dictionary.  

Alright then, I arrived at the University of Essex yesterday. The arriving studends were invided to a welcoming party. The party had food, drinks and jazz music. I enjoyed the party but when people started dancing I went home, to my room at the tower. It is not that I disslike dancing, it was only due to weariness and a bit of a stomich ace that I went home. I suspect an apple, that I was not able to wash at the train station, may have been the cause of my stomich ace, or the indian food the night before. I am not sure. Anyways, I have recovered.  

Before I arrived here to Essex I had spend three wonderful days in London with my traveling companion miss. B and her brother, Frikki. Miss B is an excellent traveling companion. Although she has her weaknesses. For an example on the airplane I had to explain to her that it would not be appropriate to ask the flight attendants if they had planed on engaging in one night stands on this trip. And I got a little bit worried when she told me that one of the things she had promised herself to do before she died was becoming a member of the highlander’s club. But for most parts we had fun on our trip, and some good laughs in London as well. But unfortunatly our days in London were not free of disaesters. Looking at an astonishing woman on the train, on our way to the marked, I relised that I had forgotten to but on a mascara. Miss B sweared on the Lucases (the dog) memory (our actually his crave because he was never really dead) that she had not noticed this. Luckelly she had her mascara with her and lend me some.  

I am now sitting in one of the computer rooms at the University. I just finished my firsed assignment. It was the first statistical assigment I have done on STATA. Very exciting. Unfortunatly I will have to tell you more about that some other day. Now I have to take the bus town down to see if I can find a suiteble attapter for my phone and computer somewhere.  

Soon I might load some nice photos on my web, some nice traveling photos.  

With best regards, Margr’et (notice the silly ‘e)  

P.s. it would be appreciated if your commends to this blog are in english, if not that’s fine too.  


Kæru lesendur,

Ég vildi bara láta ykkur vita að rétt á eftir flýg ég af landi brott. Ég verð í London um helgina þar sem ég ætla að eyða smá gæða tíma með fr. B. Á sunnudaginn fer ég til Essex þar sem ég verð næstu tvær vikurnar á námskeiði í logaritmískri aðhvarfsgreiningu. Ef eitthvað spennandi kemur upp í þessari ferð verðið þið þau fyrstu að heyra af því.

Nú ef þið þurfið endilega að ná í mig, ja, ég veit ekki, ætli það sé ekki best að senda mér e-mail, eða fax ef það hentar betur. Þá er ég að meina ef það er eitthvað áríðandi. Þar sem þessi ferð á líka að vera sumarfríið mitt mun ég hvorki vera til taks í ráðgjöf í ástarmálum né matargerð á meðan ég er þarna í útlandinu. Svoleiðis verður allt að bíða fram í ágúst. Jú ok, ef þið eruð í algjörum vandræðum er í lagi að senda mér skeyti. Svo gætuð þið líka skilið eftir fyrirspurn í athugasemdarkerfinu á þessari síðu. Ég mun gera mitt besta til að hjálpa þeim sem þurfa á því að halda.

Ég er ekki enn farin en er núþegar farin að sakna ykkar.

Kær kveðju,
Margrét Valdimarsdóttir
 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband