Kæru lesendur,

Ég vildi bara láta ykkur vita að rétt á eftir flýg ég af landi brott. Ég verð í London um helgina þar sem ég ætla að eyða smá gæða tíma með fr. B. Á sunnudaginn fer ég til Essex þar sem ég verð næstu tvær vikurnar á námskeiði í logaritmískri aðhvarfsgreiningu. Ef eitthvað spennandi kemur upp í þessari ferð verðið þið þau fyrstu að heyra af því.

Nú ef þið þurfið endilega að ná í mig, ja, ég veit ekki, ætli það sé ekki best að senda mér e-mail, eða fax ef það hentar betur. Þá er ég að meina ef það er eitthvað áríðandi. Þar sem þessi ferð á líka að vera sumarfríið mitt mun ég hvorki vera til taks í ráðgjöf í ástarmálum né matargerð á meðan ég er þarna í útlandinu. Svoleiðis verður allt að bíða fram í ágúst. Jú ok, ef þið eruð í algjörum vandræðum er í lagi að senda mér skeyti. Svo gætuð þið líka skilið eftir fyrirspurn í athugasemdarkerfinu á þessari síðu. Ég mun gera mitt besta til að hjálpa þeim sem þurfa á því að halda.

Ég er ekki enn farin en er núþegar farin að sakna ykkar.

Kær kveðju,
Margrét Valdimarsdóttir
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

shit, shit, ég trúi þessu ekki Margrét, ekki núna ekki fara núna!!! Nú fer hjónabandið endalega út um buskann og ég dett í MC sukk..... Ég lifi þetta ekki af....hjálp

Auja (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 15:16

2 identicon

Hei! Vaffarinn: Verklegasti Vaffari Veraldar!  Það er tómt í fjarveru hans.

Frú Sigríður (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 00:32

3 Smámynd: Vaff

Auja min, hvad er MC sukk? McDonalds? McCain? MC Hammer?

Takk fr'u i Geimnum, ja einmitt leitadu til min i ag'ust. En hafdu tho 'i huga ad eg hjalpa adeins theim er geta ekki hjalpad ser sjalfir.

Fru Sigridur, thratt fyrir ad her se alveg prydilegt tha hlakka eg alveg serstaklega til ad koma heim og hitta thig. Thegar eg a erfitt med svefn her i utlandinu tha hugsa eg til thin.

Vaff, 23.7.2007 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband