Kæra ferðadagbók,

Í gær tók ég stætó niðrí miðbæ að kaupa millistykki. Allar þær verslanir sem mér hafði verið bent á selja aðeins millistykki fyrir rakvélar og tannbursta. Þar sem hvorki tannburstinn minn né rakvél eru rafmagnsknúið var þetta fýluferð fyrir mig. Ég er því enn síma og fartölvulaus. Reyndar var þetta ekki algjör fýluferð því í sjálfum midbænum fann ég kaffihús sem selur mjög gott kaffi og spilar aðeins Michael Bolton lög. Þegar ég sat þarna á kaffihúsinu, drakk alveg hreint prýðilegan cappochino, hvíldi þreyttar fætur og hlustadi a “We’re not making love anymore” tók ég þá ákvörðun að héðan í frá yrði þetta kaffihúsið mitt.  

Í morgun skemmti ég mér konunglega í annarri kennslustundinni af Logic and Probit Models. Við erum rúmlega 20 nemendur frá taeplega jafn mörgum löndum sem erum í þessu námskeiði. Allir nemendur virðast hafa mikinn áhuga á námsefninu sem gerir þetta allt saman enn skemmtilegra. Í dag raeddum vid takmarkanir LPM i OLS. Við komumst að þvíað lausnin við þessum takmörkunum eru Logit og Probit models. Víhí(eins og maður segir þegar maður er glaður og jafnvel hissa líka).   

Eftir skóla fór ég í göngutúr úti í náttúrinni. Þar var ég naestum hlaupin niður af litlum íkorna. Þrátt fyrir að mér hafi brugðið mikið hélt ég ró minni og lét eins og ekkert hefði gerst. Ég veit að íkornar þykja litlir og saetir en þetta var samt frekar ógnvænleg lífsreynsla. Það var mikill lettir thegar ég var ordin thess fullviss að engin hefdi seð til mín, því þrátt fyrir ró mína er ég nefnilega ekki viss um að viðbrögð mín við þessari uppákomu hafi verið mjög svo smart. Ég hef laert mína lexíu og fer því ekki aftur í göngutúr úti í náttúrunni á meðan ég er hér.

Ferdakvedja,

Margrét


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband