Enn meira Essex

images

Í kvöld tók ég þá ákvörðun að láta ekki íkorna koma í veg fyrir að ég njóti göngu úti í náttúrunni. Ég hitti aftur sama íkornann sem í stað þess að hlaupa mig niður var feiminn við mig. Ég er nokkuð örugg um að þetta var sami íkorni og um daginn. Ég vil taka það fram hér að þessi íkorni er síður en svo eitthvert þráhyggjuefni í mínum huga, bara svona ef einhvern var að hugsa það. Þegar ég er ekki að lesa um probit og logic módel geri ég margt annað en að hugsa um hann. Ég fór til að mynda í SPA á miðvikudaginn. Svo hef ég líka spjallað við nokkra samnemendur. Ég er til dæmis búin að kynnast alveg hreint ágætis stúlku frá Kóreu. Hún er að um það bil að klára sitt doktors verkefni í Oxford. Henni finnst gaman að heyra sögur af Íslandi en finnst mín framtíðarplön frekar einkennileg. Henni finnst það mjög merkilegt að ég skuli stefna á doktorsnám í góðum amerískum háskóla en samt vilja vinna á Íslandi, á þessari litlu eyja þar sem nánast engin býr. Ég spjalla líka stundum við strák frá Taiwan. Ég get reyndar ekki sagt ykkur hvað honum finnst um framtíðarplön mín eða nokkuð annað því ég skil yfirleitt ekkert sem hann segir. En hann er alltaf hress. Samræður við fordómafulla Rússann er líka stundum ágætis skemmtun. Hann er reyndar aldrei hress. Honum finnst allt ömurlegt, og þá sérstaklega að ég skuli tala með austur evrópskum hreim (sem er bara ekki rétt hjá honum). Það kemur líka fyrir að ég tek strætó og stundum fer ég í búðina og kaupi mat.

En nú ætla ég að fara að lesa meira um sálfræðihugleiðingar M. Scott Peck. Það er nefnilega laugardagskvöld og ég því í fríi frá línulegum og ólínulegum samböndum (smá tölfræði grín). Ég hef reyndar verið á leiðinni að skrifa/þýða grein sem ég þarf að klára. Mér þykir þó líklegt að ég verði hæfari í það eftir að ég klára þessa sálfræðibók. Þetta er samt ekki beint sjálfshjálparbók. Ég keypti samt eina svoleiðis. Hún heitir The Last Self-Help Book You´ll Ever Need: Repress your anger, think negatively, be a good blamer & throttle your inner child.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hi Magga, langaði að kasta á þið rokkkveðju, hafðu það gott á Englandi.

Rokk og ról lengi lifi.. Húrrahúrra

eva (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 23:09

2 identicon

Peck er dúndurhress.

siggi (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 23:46

3 Smámynd: Vaff

Hæ Siggi og Eva. Ég sakna ykkar. Hvernig er lífið á Íslandi? Hefur mikið breyst? Er fólk ennþá mest að fara í Kringluna? 

Vaff, 29.7.2007 kl. 08:47

4 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Þeir eru varasamir þessir stórborgaríkornar - þeir eru streetwise og oft í stórhættulegum gengjum. Njóttu vel í samfloti við hina heimsborgarana.

Halldóra Halldórsdóttir, 30.7.2007 kl. 00:13

5 Smámynd: Vaff

Dóra, þetta er nú einmitt það sem mig grunaði. Takk.

Vaff, 30.7.2007 kl. 07:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband