Vísindi og fræði | 22.11.2007 | 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég er að drekka Sítrónu Berg Topp. Þetta bragðast eins og dauf blanda af vodka í sprite, eða eins og mig minnir að það bragðist. Mér líður hálf undarlega. Ég gef þessum drykk samt 5 stjörnur fyrir að endurvekja gamlar minningar. Ég ætla samt ekki að kaupa þetta aftur, en ef mér verður boðið upp á svona í fínu boði mun ég ekki afþakka.
Spil og leikir | 21.11.2007 | 13:50 (breytt kl. 13:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja, þá er ég bara mætt aftur á þetta margumtalaða internet, eða netið eins og sumir segja, eða interið eins og aðrir segja.
Ég sem sagt ákvað að læsa blogginu mínu um tíma og núna er það ekki læst lengur. Ég varð feimin. Ég fékk kjánahroll yfir þessu öllu saman. Þetta var svo sem ekki í fyrsta sinn sem það kemur fyrir. Þar sem ég er nær stöðugt með kjánalegar uppákomur fæ ég oft hroll. Það hefur ekki verið mér að skapi að blogga undir dulnefni og því fannst mér ég hálf berskjölduð stundum. Þó hef ég ekkert verið að blogga um hluti sem teljast vera neitt sérstakt feimnismál svo sem.
Núna hef ég áttað mig á því að á Íslandi búa mörg hundruð Margrétar og að minnsta kosti 14 þeirra eru dætur Valdimars. Ég er sú sem býr á landsbyggðinni.
Jæja hér sit ég lengst úti á landi að skrifa á tölvuna mína sem ég fékk í gjöf þegar að ég útskrifaðist úr landsbyggðarskólanum. Þorpið sló saman í svona líka fína tölvu. Mér var sagt að Jón og Gunna hefðu keypt hana í BT þegar að þau fór til Reykjavíkur síðasta haust.
Ég er bara heima núna í litla sveitarhúsinu mínu. Þetta sveitarhús er bara svona eins og öll venjuleg sveitarhús sem þið sjáið örugglega stundum í íslenskum bíómyndum, eða í þættinum Út og suður. Hér bý ég með börnunum mínum 5 og manninum mínum, honum Herði. Hörður er núna að greiða sér, hann var að koma úr klippingu. Ég var að segja honum að hann hefði átt að nota ferðina suður og fá sér strípur í leiðinni. Hann brosti bara og sagði að þetta væri alveg laukrétt hjá mér, svo baðst hann afsökunar á því að hafa ekki áttað sig á þessu. Það er svo sem ekkert við þessu að gera núna. En það veldur mér óneitanlega gremju að hugsa til þess að ef hann hefði áttað sig á þessu væri maðurinn minn núna svona eins mennirnir sem maður sér í stundum í gamanþáttum í sjónvarpinu. Alveg er ég viss um að strípur fara honum Herði mínum rosalega vel. Þá myndu auðvitað allar sveitanágrannakonur mínar öfunda mig.
En jæja núna ætla ég að fara að gera hluti sem venjulegar landsbyggðarkonur eins og ég gerum á kvöldin.
Trúmál og siðferði | 20.11.2007 | 19:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Stjórnmál og samfélag | 12.10.2007 | 15:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sökum anna hef ég ekki haft tíma til að sinna starfi mínu sem grínstelpan undanfarið. En þar sem ég er með einsdæmum góðhjörtuð vil ég vísa mínum fjöldamörgu aðdáendum á þetta, svona í millitíðinni. Þetta er auðvitað atvinnugrín, ég er auðvitað bara grínstelpa í hlutastarfi.
Matur og drykkur | 11.10.2007 | 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Í dag er ég með réttindi til stjórna stóru bifhjóli. Mér finnst ég aðeins meiri kona en ég var í gær. Nú vantar mig bara stóra bifhjólið og þá er ég tilbúin í allt og malt.
Lífstíll | 8.10.2007 | 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég vaknaði klukkan 6:30 í morgun og er búin að sitja í sömu stellingunni í andlegri íhugun síðan. Reyndar hefur líkami minn verið hér í sömu stellingunni á miðju stofugólfi í um það bil 17 klukkutíma en andi minn hefur ferðast til El Salvador. Í El Salvador hitti ég lítinn indíána sem sagðist hafa beðið mín. Ég brosti til hans og sagði: ó, þá er nú gott að ég er komin. Svo spurði ég hvort hann hefði beðið lengi. Hann svaraði mér ekki. Þegar við sátum inní tjaldinu hans og drukkum jurtate og ræddum heimsmálin áttaði ég mig á því að hann var að ruglast á mér og annarri manneskju. Hann hélt að ég væri kona sem heitir Elsa. Ég veit ekki hver þessi Elsa er. Ég ætla að reyna að hafa uppá henni fyrir hann því það er hún sem hann hefur beðið eftir og er enn að bíða eftir. Hann þarf að færa henni mikilvæg skilaboð.
Ferðalög | 5.10.2007 | 23:30 (breytt 20.11.2007 kl. 19:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heil og sæl kæra fólk,
ég hef snúið aftur heim. Undanfarnar vikur hef ég verið í andlegum æfingabúðum á Indlandi. Ég tók mig til og fór á námskeið í innhverfri íhugun og annarri tækni sem leiðir til andlegs þroska. Ég er nú um það bil helmingi þroskaðri en áður en ég fór, andlega.
Núna þarf ég að fara í bað og fá mér spælt egg. Ég hef hvorki farið í bað né fengið mér spælt egg síðustu vikurnar. Það er aldrei að vita nema ég skelli inn eitt stykki ferðasögu hingað inn fljótlega.
Trúmál og siðferði | 21.9.2007 | 00:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Vísindi og fræði | 12.9.2007 | 09:47 (breytt kl. 09:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar