Partýljónið ég

Þegar ég hafði unnið á stöðinni í mjög stuttan tíma var ég skipuð í árshátíðarnefnd. Ég kunni ekki við að segja þeim að sjálf myndi ég mæla með einhverjum öðrum, bara hverjum sem er. Síðustu daga hef ég reynt að koma á svona partýstemmningu á kaffistofunni fyrir árshátíðina, sem er annað kvöld. Þetta hefur átt að vera svona upphitun. Ég á ekki von á að vera beðin um að vera í árshátíðarnefndinni á næsta ári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei, nú eru sokkabuxnaárin liðin - þeim lauk þegar við fluttum af Görðunum. Það verða ekki fleiri árshátíðir.

Nú væri meira við hæfi að setja þig í jólaskreytinganefndina eða að baka fyrir basarinn. Segðu vinnufélögum þínum það frá mér og vertu ströng á svipinn.

Bergþóra (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 18:35

2 Smámynd: Vaff

Ég hef núþegar sagt þeim frá þér. Þau eru öll sjúk í að hitta þig.

Vaff, 8.3.2008 kl. 01:35

3 identicon

Hey Magga ef þú ræður öllu á þessari árshátíð, geturu þá ekki plöggað mér einu giggi?

Allý (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 17:01

4 identicon

Bókaðu mig líka í eitt söng- og dansatriði. Ég kem með mína eigin kasettu með mér en þið í nefndinni verðið að redda míkrafón.

Bergþóra (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 02:13

5 Smámynd: Vaff

Segið þið núna þegar árshátíðin er búin.  Ég fór bara í partýbúðina og keypti 50 blöðrur.

Vaff, 12.3.2008 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband