Vinnan

Ég er búin að vinna hérna frá því 1. desember og ég er enn ekki búin að fá merktan kaffibolla. Það eiga allir starfsmenn sem vinna hér merkta kaffibolla uppí skáp, ein kona á tvo.

Þegar ég gekk inná kaffistofu áðan til að fá mér kaffi í bolla merktur Haukur var mér litið á ritarann sem sér um að panta kaffibolla. Hún var bara í símanum og þóttist ekki sjá mig. Væri það ekki fyndið ef ég myndi svo þurfa að hætta hérna eftir kannski mörg mörg ár og hún ekki enn búin að panta kaffibolla fyrir mig. Þá ætla ég bara að segja: jæja þú getur þá bara afpantað kaffibollan með mínu nafni, ég er hvort sem er að hætta, já og segðu þeim að þessi þjónusta þeirra sé nú ekki til fyrirmyndar. Svo myndi ég hlæja rosa hátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá hvað þetta er sorgleg lesning. Greinilega að þessum ritara er meinilla við þig. Hryllilega sorglegt mál. Hún er greinilega að reyna að láta þér líða sem að þú sért utanveltu og óvelkomin!

Þú getur snúið á hana, keypt þér sjálf brjálæðislega flottan bolla - látið merkja hann og notað hann svo í vinnunni með ýktum tilburðum! 

DIsa (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 09:44

2 identicon

Ég held að það sé djúpstæð sorg á bakvið þessa sögu sem reynt er að setja í grínbúning. Ég tel jafnvel líklegt að sögumaður hafi grátið sig í svefn oftar en einu sinni af bollaleysi með nafninu sínu á. Og ef einhver ætlar að draga dómgreind mína í efa þá veifa ég lækniskortinu!!

Allý (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 19:01

3 Smámynd: Vaff

Þú getur sjálf verið grínbúðingur Allý.

Dísa, þakka þér fyrir að sína sorgum mínum samúð og skilning.

Vaff, 2.8.2008 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband